Hekluðu bjöllurnar mínar

*HÓMÍ* | 30.11.2009 12:22:30 | 11

Kláraði loksins seríuna :) og er bara nokkuð sátt við útkomuna :)

Tekex | 30.11.2009 12:32:37 | 0

Mjög fallegar :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

probo | 30.11.2009 12:33:20 | 0

Þær eru æðislegar hjá þér

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

nemi með meiru | 30.11.2009 12:34:21 | 0

Mér finnst þetta alveg rosalega fallegt!

Er mikið mál að læra að gera svona?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

*HÓMÍ* | 30.11.2009 12:37:31 | 0

nei alls ekki :) Ég er algjör byrjandi í garni, en finnst þetta ótrúlega gaman :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

nemi með meiru | 30.11.2009 12:39:02 | 0

Mjög flott ;) Kannski maður reyni þetta um jólin :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Barónessa von Himpigimp | 30.11.2009 12:40:50 | 0

Vá mér finnst þessar bjölluseríur svo fallegar! Langar svo að gera svona en hef hvergi fundið frauðplastbjöllur til að stífa þær á. Kannski fyrir næstu jól. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

*HÓMÍ* | 30.11.2009 12:42:42 | 0

ég fékk mínar í Föndru og borgaði heldur mikið fyrir þær, en eru líka til í A4 :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Barónessa von Himpigimp | 30.11.2009 12:51:37 | 0

Já ég er erlendis og hef bara ekki fundið réttu búðina ennþá. :) Versla þær frá Íslandi fyrir næstu jól ef ekkert hefur gengið fyrir þann tíma.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

4rassálfar. | 8.3.2010 07:20:01 | 0

minnir að gömul kona sem er að gera þetta stífi þær á staupglösum

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ziha | 30.11.2009 12:46:25 | 0

Mjög flottar :-)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

dianaj | 30.11.2009 13:19:16 | 1

Hvar færðu uppskrift af þessum bjöllum? Þetta er mjög fallegt hjá þér.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

hugmyndalaus | 30.11.2009 14:10:44 | 1

mér sýnist þetta vera þessi uppskrift,, (er það ekki annars.. upphafsnikk??)

Hekluð jólasería

Efni og fylgihlutir:

• Jólasería með 10 litlum perum
• Heklunál nr. 1,75
• Heklugarn nr. 10
• Skæri og nál
• Títuprjónar
• Bjalla úr frauðplasti (fæst í föndru á dalvegi, kópavogi og a4 oglitum og föndri og föndukofanum í mörkinni)

Skammstafanir

L lykkja, lykkjur
LL loftlykkja
KL keðjulykkja
FL fastalykkja
ST stuðull
TBS tvíbrugðinn stuðull
LB loftlykkjubogi
SH stuðlahópur
2x tvisvar sinnum
UMF umferð
TK takki: 5LL 1KL í 5LL frá nálinni

Hekluð bjalla:

Uppfitjun: 14LL, tengja með KL í 1. LL. 7LL, tengja í 7LL í LB (upphengilykkja)

1. UMF: 16 FL utan um LB, 2x. Tengið með KL í 1 FL (32 FL í UMF)

2.-7. UMF: 1FL í hverja FL (32FL)

8.-9. UMF: 4LL (1ST og 1LL), 1ST í 2. L 1LL, tengið með KL í 3. LL (16 göt)

10. UMF: 1LL, 1FL í næsta ST, 2FL í LB. Tengið með KL í 1. FL.

11. UMF: 3LL (1ST), 1ST, 3LL, 2ST í 1. L, 2ST, 3LL, 2ST í 6.L. tengið með KL í 3. LL (8 SH)

12. UMF: 2KL í næstu 2L, 3LL (1ST) 2 ST, 3LL, 3ST í næsta LB, 3ST 3LL 3ST í næsta LB. Tengið með FL í 3. LL (8SH)

13. UMF: 3KL í næstu 3L, 1LL, 1FL í LB, 1LL 1tbs, 4x á milli SH (8SH), 1LL. Tengið með KL í 1. LL.

14. UMF: 1TK, 1FL í hverja L í SH (9FL). Tengið með KL í 1. LL.
Klippið þráðinn.
Heklið 9 bjöllur til viðbótar.

Frágangur: gangið frá endum og stífið bjölluna. Þetta er gert með því að leggja bjölluna í bleyti í smá stund í sykurvatn (50% sykur 50% vatn), þegar bjallan er gegndrepa strekkið hana þá uppá frauðbjölluna, lagið hana til og nælið niður með títiprjónum. Gott er að láta bjölluna þorna á ofni en þegar bjallan er orðin þurr er hún tekin af fruðbjöllunni, á þá að vera alveg stíf, og henni smeygt upp á perurnar í seríunni.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

*HÓMÍ* | 30.11.2009 15:48:02 | 0

Jú það er þessi uppskrift hugmyndalaus :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

hugmyndalaus | 30.11.2009 22:55:21 | 0

hún er geggjuð.. .ég komst í gegnum næstum heila bjöllu.. fattaði svo ekki alveg síðustu tvær eða þrjár umferðirnar og hef ekki gefið mér tíma til aðgrúska,,, ég ætti að geta það kannski ef ég "súmma" vel á þína mynd og sé það þar...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

PrjónaJóna | 30.11.2009 23:29:35 | 0

Sú sem setti þetta inn í prjónaklúbbinn var búin að leiðrétta það í umræðunni um þessar bjöllur.

Annars eru þær alltaf jafn sætar

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissZeda | 15.12.2009 00:50:55 | 0

Hvar er leiðréttingin?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

PrjónaJóna | 15.12.2009 10:53:40 | 0

Það vantaði öll endurtekningamerki, s.s. endurtaka frá *til* merkingar.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissZeda | 15.12.2009 11:15:16 | 0

Ok, en hver vil setja þau á réttan stað svo ég geti kannski prufað að helka svona eftir jólin? :) Esssasú? :D

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

palinab | 15.12.2009 11:34:16 | 0

Hér er rétt útgáfa af uppskriftinni. Ég tók þetta af Prjónaklúbb Prjóna Jónu á Facebook, vona að það sé í lagi...ekki allir sem eru með aðgang þar en ég mæli með klúbbnum fyrir þá sem eru á fésinu :)

Hekluð jólasería

Efni og fylgihlutir:

• Jólasería með 10 litlum perum
• Heklunál nr. 1,75
• Heklugarn nr. 10
• Skæri og nál
• Títuprjónar
• Bjalla úr frauðplasti (fæst í föndru á dalvegi, kópavogi)

Skammstafanir

L lykkja, lykkjur
LL loftlykkja
KL keðjulykkja
FL fastalykkja
ST stuðull
TBS tvíbrugðinn stuðull
LB loftlykkjubogi
SH stuðlahópur
2x tvisvar sinnum
UMF umferð
TK takki: 5LL 1KL í 5LL frá nálinni

Hekluð bjalla:

Uppfitjun: 14LL, tengja með KL í 1. LL. 7LL, tengja í 7LL í LB (upphengilykkja)

1. UMF: 16 FL utan um LB, 2x. Tengið með KL í 1 FL (32 FL í UMF)

2.-7. UMF: 1FL í hverja FL (32FL)

8.-9. UMF: 4LL (1ST og 1LL),* 1ST í 2. L 1LL,* tengið með KL í 3. LL (16 göt)

10. UMF: 1LL, *1FL í næsta ST, 2FL í LB.* Tengið með KL í 1. FL.

11. UMF: 3LL (1ST), 1ST, 3LL, 2ST í 1. L, *2ST, 3LL, 2ST í 6.L.* tengið með KL í 3. LL (8 SH)

12. UMF: 2KL í næstu 2L, 3LL (1ST) 2 ST, 3LL, 3ST í næsta LB, *3ST 3LL 3ST í næsta LB.* Tengið með FL í 3. LL (8SH)

13. UMF: 3KL í næstu 3L, 1LL, *1FL í LB, 1LL 1tbs, 4x á milli SH* (8SH), 1LL.
Tengið með KL í 1. LL.

14. UMF: *1TK, 1FL í hverja L í SH (9FL).* Tengið með KL í 1. LL.

Klippið þráðinn.
Heklið 9 bjöllur til viðbótar.

Frágangur: gangið frá endum og stífið bjölluna. Þetta er gert með því að leggja bjölluna í bleyti í smá stund í sykurvatn (50% sykur 50% vatn), þegar bjallan er gegndrepa strekkið hana þá uppá frauðbjölluna, lagið hana til og nælið niður með títiprjónum. Gott er að láta bjölluna þorna á ofni en þegar bjallan er orðin þurr er henni smeygt upp á perurnar í seríunni.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissZeda | 15.12.2009 11:47:24 | 0

Takk fyrir, ég er reyndar með aðgang hjá henni, en fattaði ekki að uppskriftin væri þar rétt. ;D

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissJones | 30.11.2009 13:37:18 | 0

Rosalega flott ;) Tengdó gaf okkur svona í fyrra eða árið þar áður og þær eru ekki stífaðar. Spurning hvort ég ætti að gera það ??

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissZeda | 30.11.2009 13:38:12 | 0

Rosalega fallegt hjá þér, alveg bara glæsilegt, öfund væri sko alveg til í svona. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

huggy | 30.11.2009 14:17:02 | 0

Virkilega sætar hjá þér. Vildi að ég gæti heklað!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

gjöll | 30.11.2009 15:30:42 | 0

Þær eru meiriháttar flottar hjá þér.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

LadyGaGa | 30.11.2009 15:56:20 | 0

Vá hvað þetta er flott, algjört æði

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ibba Sig | 30.11.2009 15:57:40 | 0

Vá hvað þetta er fallegt, mig langar í svona!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ibba Sig | 30.11.2009 23:22:39 | 0

Damn, búin að reyna tvisvar að hekla þetta en ekkert gengur. Fyrri bjallan var bara rugl þar sem það vantar öll endurtekningamerki í þessa uppskrift. Sú seinni er með toppinn í lagi en verður svo allt of víð svo hún lítur út eins og borðdúkur sem einhver hefur falið golfkúlu undir.

Þoli ekki hvernig hekl klúðrast alltaf hjá mér.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Krónískur klaufi | 30.11.2009 22:32:49 | 0

Mjög falleg sería og kransinn þinn er fallegur líka :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Pandóra | 1.12.2009 00:31:48 | 0

Vá! þær eru æði - oh hvað mig langar í svona, þarf að fara að læra betur að hekla...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ein23 | 1.12.2009 18:20:46 | 0

æðislega fínt hjá þér :D

Hvar keyptir þú 10 ljósa seríuna?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ibba Sig | 3.12.2009 16:41:47 | 0

Mig vantar líka 10 ljósa seríu, er ekki til í Húsasmiðjunni/Blómaval, Elkó, Rúmfatalagernum eða Europris.

Getið þið bent mér á hvar hægt er að kaupa svona seríu, mér finnst snúran verða vera glær eða hvít.

Annars gekk vel að hekla þetta þegar ég var búin að komast í gegnum fyrstu bjölluna en ég hef aldrei áður heklað eftir munstri. Er ótrúlega ánægð með útkomuna.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

grizir | 5.12.2010 12:41:40 | 0

Ég var að kaupa glæra seriu, 10 ljósa í húsasmiðjunni í Súðavogi í vikunni. Nóg til, líka 20 ljósa. Er hvít með glærum perum.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

mandla83 | 16.12.2010 19:00:50 | 0

manstu hvað þær kostuðu? 10 ljósa

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

órækjan | 1.12.2009 19:49:21 | 0

Vá! Hvað þetta er flott hjá þér.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

maggaamma | 11.12.2009 15:26:36 | 1

Þú segist ,,vera nokkuð sátt" með útkomuna. Það finnst mér vægt til orða tekið. Þetta handverk er óskaplega fallegt og þér til sóma. Til haningju með vel unnið verk.
--------------------- UPP FYRIR SVONA DUGNAÐARFORKUM! ---------------------

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kiwis | 14.12.2009 22:28:44 | 0

Veit einhver hvar hægt er að fá 10 ljósa seríu eins og þessa með glærri snúru? Ég hef hvergi fundið þetta...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MUX | 14.12.2009 23:09:46 | 0

Ég er búin að hafa auga eftir svoleiðis seríu því ég þekki nokkrar sem vantar svona og hef hvergi séð svona 10 ljósa með hvítri eða glærri snúru :S

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

LafðiGeðprúð | 15.12.2009 00:12:21 | 0

ég fékk þannig í húsasmiðjunni fyrir síðustu jól...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Ibba Sig | 15.12.2009 10:38:08 | 0

Þær seldust upp hjá Húsasmiðjunni í nóvember. Ég fékk 20 ljósa seríu með drasli á í Garðheimum, var á útsölu á 1400 kall. Tók draslið af og set tvær perur í hverja bjöllu, kemur vel út.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

fancy pants | 15.12.2009 11:49:05 | 0

garðheimar áttu eitthvað af grænum með marglitum ljósum

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

rug | 2.12.2010 10:43:17 | 0

Ég keypti seríur í Garðheimum fyrir stuttu síðan. Ég keypti 10 ljósa með hvítri snúru, bæði marglitar perur og glærar. Voru á rétt rúman 500 kall stykkið. Var hellingur til þegar ég fór þarna fyrir ca. viku-10 dögum.
Svo keypti ég líka eina 10 ljósa með hvítri snúru og glærum perum sem var með slökkvara, ætla að hekla eitthvað heilsárs á hana.

Þessar seríur eru rosalega skemmtileg handavinna. Ég setti litlar slaufur á toppinn á mínum, batt þær á seríuna með silkiborða semsagt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

tenchi okasan | 15.12.2009 21:07:06 | 0

en fallegt :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Hlédís | 7.3.2010 22:16:33 | 0

Ég hef bæði séð svona litlar heklaðar bjöllur og líka stórar... eru þessar stórar eða litlar? Get ekki alveg metið það af myndinni... mig langar svo að gera svona með litlum bjöllum

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

*HÓMÍ* | 8.3.2010 12:10:29 | 0

Þær eru 7 cm á hæð :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Aría | 10.3.2010 08:11:48 | 0

Oh þær eru æði :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

lillakitty | 14.3.2010 11:45:04 | 0

alveg æðislega fallegar

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

blazer | 1.12.2010 21:08:29 | 0

Hvað tekur langan tíma að hekla hvert stykki?
Kvöldstund.......meira en það kannski.

kv. Steinka.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

gudlauganna | 2.12.2010 09:07:26 | 0

ég gerði stndum 2 á einu kvöldi.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

olofg | 1.12.2010 23:23:25 | 0

Mjög fallegar.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

farfaraway | 1.12.2010 23:52:37 | 0

Ein hugmynd ef ykkur vantar frauðbjöllur til að strekkja á. Það er hægt að tálga til kerti og strekkja á það. Þá ræður maður líka löguninni

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Tinna Hekl | 2.12.2010 11:50:34 | 0

rosa flott! og æðisleg mynd :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Frú Lon og Don | 5.12.2010 17:42:12 | 0

Rosalega flottar! Úr hvernig garni gerðuru þær og með hvaða stærð af heklunál?

Getur einhver útskýrt fyrir mér síðustu umferðina - takkaumferðina. Ég hef sleppt henni og gert bara fastlykkjur í allar lykkjurnar!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

fancy pants | 11.11.2012 08:31:16 | 0

hehe ég bara skil ekkert í þessari uppskrift

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Aditi | 14.11.2012 00:39:47 | 0

Glæsilegur árangur hjá þér. Ég held ég verði að prófa að gera eina svona. Þetta verður eilífðareign.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

hbhsa | 17.11.2012 10:21:50 | 0

Er hægt að finna kenslu-myndband af hekluðum bjöllum

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá