Heitir brauðréttir

random | 28.9.2011 08:43:35 | 0

Sæl
Lumið þið á uppskrift af uppáhalds heita brauðréttinum ykkar.
Er að hugsa um að gera svoleiðis fyrir skólann, og var í kjölfarið að velta því fyrir mér hvort að það sé bara ekki í lagi að setja hann í einnota álform ?

skeifa7 | 28.9.2011 09:57:11 | 1

Ohh já væri til í að vita það líka...ég eeeelska brauðrétti en hef aldrei gert..í staðin bíð ég eins og asni til vors á hverju ári svo ég fái vonandi í fermingaveislunum hahaha... nú ætla ég að prófa :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sylvia91 | 28.9.2011 22:33:27 | 0

reyta brauð í eldfas mót. Strá skorinni skinku, papriku, sveppum, ananas og grænum aspas yfir.
Svo hita saman (á lágum hita), 1. camebert ost, og pela af rjóma og hella vökvanum yfir gumsið. Svo rifin ost yfir og inn í ofn

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sylvia91 | 28.9.2011 22:35:05 | 0

eeeeða !


September 11Sólborg Baldursdóttir
Sígilt heitt rúllutertubrauð
Þetta rúllutertubrauð kannast flestir við, enda sígilt og stendur alltaf fyrir sínu.

Fyllingin dugar á 2 rúllutertubrauð frá Myllunni.


Sígilt heitt rúllutertubrauð

2 stk rúllutertubrauð

1 dós sveppaostur, 250 g

3 msk majones

1/2 tsk grænmetiskraftur

200 g skinka í strimlum

1 lítil dós aspas (brytjaður)

1/2 dl majones

1/2 dl sýrður rjómi

1 bréf Mozzarellaostur

1 tsk paprikuduftHrærið saman smurost, majones og grænmetiskraft. Blandið út í skinku og aspas. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
Hrærið saman majones og sýrðan rjóma og smyrjið utan á brauðið. Stráið ostinum yfir og síðan paprikudufti.

Bakið við 180°C í um 30 mínútur og berið fram heitt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

guðny1 | 29.9.2011 12:35:42 | 0

Ég nota einn piparost og einn paprikuost og set í pott með aspas grænum og hræri saman og set svo saman við brauð í eldfast mót og ost yfir set safann af aspasinum í slurkum ekki gott að hafa þunnt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kons | 30.9.2011 02:14:07 | 0

þú hlítur að þurfa einhvern vövka annað hvort mjólk eða rjóma ????

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

guðny1 | 7.4.2012 01:18:29 | 1

nota safann af aspasinum útí

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá