Sumarbústaður án vatns og rafmagns

zebraaa | 3.1.2012 09:38:02 | 0

Hefur einhver ykkar reynslu af því að vera með bústað sem er án vatns og rafmagns?

Hvernig bjargar maður sér varðandi lýsingu, salerni, upphitun ?

Það er stutt í næstu sundlaug, þ.a. sturta væri óþörf.

strákamamma | 3.1.2012 09:39:17 | 0

er gaseldavél eða eldstæði

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

niniel | 3.1.2012 09:40:00 | 0

Alveg án vatns? Ég hef verið í bústað þar sem var bara kalt vatn, svo var gaskynding og maður hitaði vatn í einhverjum kút með gasinu líka (bara einhverja örfáa lítra í einu, rétt nóg til að vaska upp).

En ef það er EKKERT vatn, ekki einu sinni í salerni, þá veit ég ekki...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

niniel | 3.1.2012 09:40:27 | 0

Já, og það voru bara lugtir sem gengu á batteríum til að lýsa.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

bridetobe | 3.1.2012 09:41:18 | 0

Vera með vatn í brúsum. Nota gas til að hita og eins til þess að elda á. Svo er hægt að vera með kerti, olíuluktir, eða gasluktir. Ótrúlega kósý.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 09:41:38 | 0

Nei og myndi aldrei fara í svoleiðis.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

ardis | 3.1.2012 10:14:26 | 0

var stundum í svona þegar ég var krakki yfir sumartímann man ekki með kyndingu en drykkjarvatn var tekið með á brúsum og regnvatni var safnað af þaki í tunnur til annara nota.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

bluejean | 3.1.2012 10:17:58 | 4

Maður verður svo fljótt leiður á eldamennskunni, uppvaskinu, baðleysinu - tíminn fer í að hafa svo mikið fyrir hlutunum.  Getur verið kósý í stuttan tíma. Ekki fyrir mig. 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 11:24:52 | 0

Þetta væri ekki frí fyrir mig. 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 10:28:42 | 0

við eigum svoleiðis bústað fyrir austann, 
við pissum í grasið, erum með gas-hitara og gashellur, 
erum þarna auðvitað bara yfir sumarið svo það þarf ekki mikla lýsingu, góðir gluggar á okkar bústað, en erum samt með eitthvað af sterkum svona "vasaljósum" -batterý-ljósum.. 
keyrum í bæinn og fyllum vatnstanka af vatni sem við notum til að bursta tennur og í eldamennsku og svona, erum svo með tjörn sem er ísskápurinn (járnbúr í keðju sem við leggjum í vatnið - virkar bara fyrir óopnaðar umbúðir :) 
við kúkum í bænum, en erum samt með svona kemískt ferðaklósett í litlum skúr.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 10:30:11 | 0

já og svo er þarna vaskur og niðurfallið fer bara í fötu, fyllum vaskinn af vatni og vöskum upp og svo sullast það í fötuna. 
Erum þarna aldrei lengi í einu, 1-4 nætur ca. en þetta er algjört æði meðan á því stendur :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

hala | 3.1.2012 11:16:32 | 0

við kúkum í bænum - 4 nætur

 

.. jedúddamía

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 11:23:25 | 0

við gistum í bústaðnum í allt að 4 nætur en erum sjaldnast þarna allan daginn, förum annaðhvort í egilsstaði, fellabæ, eitthvert í heimsókn -alltaf eitthvað yfir daginn þótt við gistum og höldum til í bústaðnum okkar :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 11:24:20 | 1

Og hvað - kúkiði þá í heimsókninni?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 11:26:21 | 2

bara þar sem við komumst á klósett hvort sem það er í heimsókn, á bensínstöðinni,  hjá sundlauginni.. erum ekki með nein kúka-issjú og gerum þetta bara þegar þarf hvar sem við erum stödd - á meðan klósett er á svæðinu.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 11:30:22 | 1

Eru allir sáttir við að stíla kúkferðir sínar eftir heimsóknum eða skreppi af bæ á bensínstöð eða í sund?  Tekk hattinn ofan, en vá hvað mér þykir þetta lítið aðlaðandi.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

brita2 | 3.1.2012 11:34:15 | 2

Gaman að fá svona lið í heimsókn, 5 manna fjölskylda í halarófu á klósettið

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 11:44:41 | 0

Var einmitt að hugsa það....

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

evitadogg | 3.1.2012 11:36:34 | 0

segðu, eins gott að verða ekki brátt í brók í svona ferð

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 11:52:32 | 5

haha þetta er ekkert meiriháttar vesen sko höfum öll voða gaman af þessum útilegum, 
við erum með kemískt klósett sem ég reyndar kýs að nota ekki, haha, en að fara á klósettið á bensínstöð eða þegar maður er í sundferð finnst mér minnsta málið, það er yfirleitt ekki langt í eitthvað klósett hvar sem við erum stödd, og ekkert okkar með eitthvað kúkavesen - getum alveg haldið í okkur í svona 5 mínútur sem það tekur að finna klósett
 við förum ekki í heimsókn til þess eins að kúka, þú ert að reyna að snúa útúr þessu sýnist mér, sagði að ef einhver þyrfti á klósett og við í heimsókn myndum við auðvitað fara á klósettið þar hvort sem það væri til að pissa eða kúka.

ég hef reyndar ekki pælt  í þessum útilegum okkar út frá kúk áður, einhvernvegin hefur það aldrei borist til tals eða verið neitt vesen.

og ef einhvejrum verður brátt í brók í bústaðnum yrði það líklegast tæklað bara eins og ef manni yrði brátt í brók í tjaldútilegu, fjallgöngu eða bílferð eða hvar sem maður gæti verið staddur þegar slík slys verða og maður ekki á klósettinu. 
ég myndi allavega missa af ansi mörgu skemmtilegu ef ég væri stöðugt bundin af því að hafa klósett í labbfæri.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

sellofan | 3.1.2012 11:54:22 | 2

Haha já maður myndi missa af miklu :P Ég fór í 5 daga göngu upp á Hornstrandir og þar hafði maður nú bara skóflu með ;)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 11:59:45 | 0

Jamm, mér finnst nú gönguferðir dálítið annað en kósíheit í bústað.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Snobbhænan | 3.1.2012 12:02:53 | 1

Já sko ég er ekki að reyna að snúa út úr. Og bara frábært ef þið fílið þetta.  Ég tengi bara bústaðarferð við almenn kósíheit og þá í mínum huga er rennandi vatn og salernisaðstaða alveg basic.

Útilega er annað fyrir mér, hvað þá lengri gönguferðir.  Annað konsept.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 3.1.2012 12:04:54 | 1

jæja, þá má líklegast kalla þetta útilegu í staðinn fyrir bústaðaferð ef þér líður betur með það :) 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 3.1.2012 11:23:43 | 0

hahahaha....ekki alveg fyrir mig..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

hvaddaspa | 3.1.2012 10:38:25 | 0

gott að byggja bústaðinn við hreinann læk þá og  hafa gaseldavél ... man að þegar ég var yngri þá var aðili í fam með svona lúxús snauðann sumarbústað... það var voðalega þæginlegt og það var gaman að sækja vatn :D

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

furby | 3.1.2012 11:09:28 | 0

Já mamma og pabbi eiga þannig bústað. Þegar ég var lítil þá var bara vatnsdunkur úti þar sem við dældum vatni úr brunni sem er við bústaðinn og það var bara svona ferðaklósett úti á kamri við bústaðinn. Svo var olíu kynding og gas eldavél og olíu ljós.

Núna er komið kalt rennandi vatn og gas hitari til að fá heitt vatn. Það er komið venjulegt klósett, en það er ennþá úti á kamrinum. Svo er bara kertaljós og kósíheit.

Þetta er reyndar bara bústaður sem hægt er að vera í á sumrin.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

MissZeda | 3.1.2012 11:21:18 | 0

Myndi ekki nenna því, sturtan er ótrúlega nauðsynleg þegar hún er ekki fyrir hendi, stundum bara nennir maður ekki að baða sig með fullt af ókunnugu fólki, eða bara langar ekki í sund.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

nörd2 | 3.1.2012 11:51:08 | 0

já bústaðurinn okkar var fyrst rafmagnslaus og bara kalt vatn en það er allt í lagi að vera bara með kalt vatn við erum með gaseldavél og hitum vatn í uppvask svo er þjónustumiðstöð rétt hjá okkur þannig að það er mjög stutt í sturtu og sundlaug en okkur fannst vera að vera án rafmagns þar sem við gerum mikið af handavinnu og lesum mikið þetta er allt í lagi yfir sumarið en á veturnar er þetta ekki gaman fyrst vorum við með kerti og lugtir sema geingu fyrir rafhlöðum (sem er mjög dýrt) svo vorum við með ljósavél en það var alltaf hálf vesen og leiðinlegt þannig að við létum setja rafmagn sem var dýrt þá og örugglega miklu dýrara í dag við erum með olíu kaminu og svo þegar rafmagnið kom setum við upp rafmgnsofna eins og ég seigi þá fannst okkur meira atriði að fá rafmagn heldur en heitt vatn en við erum með kalt vatn en ef það værri hægt að koma inn sumarvatni inn til eykkar værri það mikil munur en betra að setja vetravatn en ef það er stutt í læk hjá eykkur má nátturulega redda sér á því en svo er þetta mjög persónubundið en ég held að svona lámark sé að fá kalt vatn svona fyrir salerni og "eldhúsið"það er hundleiðinlegt að þurrfa að ná í hvern einasta dropa út í læk eða í næsta bústað vona að þetta hjálpi þér eitthvað

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Maddaman | 3.1.2012 12:41:16 | 0

Það er svoleiðis í öllum fjallaskálum á veturna.  Á veturna bræðir maður snjó þegar mann vantar vatn (passið upp á að karlpeningurinn mígi bara á ákveðnum stað svo það sé á hreinu fyrirfram) Olíufýring eða gashitun er algjörlega málið, svo er bara að hafa kerti því þau hita líka en það er algjört skilyrði hvort sem er sumar eða vetur að ganga ekki til náða nema að það sé loftun (einhver gluggi opinn yfir nóttina)
Það er líka mikilvægt að huga að því hvernig fatnaður er notaður, fljótþornandi efni eru best yfir sumarið en ullin er mikilvægasti bandamaður okkar að vetri til og hreinn dúnn í sæng eða svefnpoka skiptir öllu máli en þá er bannað að sofa í fatnaði innundir (stelur hitanum og heldur honum frá þér)  Í fjallaferðum er best að halda á sér hita með því að sofa nakin/nn á flísteppi með dúnsæng og ef það er hörkufrost inni þá sefur maður með húfuna á sér.
Ég bjó í nokkra mánuði ein í bústað án rennandi vatns og hitunar og það var bara kósý.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

dokkva | 3.1.2012 12:48:32 | 0

Fjölskyldan mín á svoleiðis Bústað eða "kofa" :P það er æðislegt, vatnið er náð í, í læk rétt hjá, reindar búið að búa til einhverskonar dælieiningu sem dælir vatni í bústaðinn en ekki búið að reina á það almennilega.
það er Kamar rétt hjá, þannig að allir geta skroppið á kamarinn, áður en hann kom þá var bara pissað í grasið á bak við kofann og ef stærra þurfti að gera, þá náð í skóflu og gerð smá hola og svo mokað yfir á eftir.
þar er gaseldavél og olíu hitari. MJÖG kósí og æðislegt fyrir mína parta, maður fær meiri fíling fyrir náttúruni og kyrðini, enda er þetta uppi á fjöllum :P

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

kinanda | 3.1.2012 12:58:38 | 0

ég 'á' bústaði á Hornströndum þar sem er reyndar rennandi kalt vatn og komið klósett núna í seinni tíð og gashitaðar sturtur. Það er ekki rafmagn og ég myndi aldrei vilja það! Þegar ég byrjaði fyrst að fara þangað var kamar við næsta hús sem bæði húsin notuðu saman og vatn sótt í lækinn. Viðarkyntur ofn sem hitaði húsið og olíuluktir og kerti.

Núna er búið að gera miklar endurbætur á húsinu og komið rennandi kalt vatn, klósett inni og gashituð sturta, komin olíukynding með sólóeldavél og gufubað en rafmagn - aldrei!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

skrimsl | 3.1.2012 15:19:50 | 0

hey, ég líka!
ert þú frá Horni?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

skrimsl | 3.1.2012 15:22:08 | 0

great, ég veit núna hvað ég er klár...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

skrimsl | 3.1.2012 15:54:45 | 0

jebb, við erum systur...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Steina67 | 3.1.2012 13:09:38 | 0

Þar sem ég er með hjólhýsið er ekkert rafmagn, reyndar stutt að sækja það en tími bara ekki að borga fyrir að setja það upp hjá mér.  Sólarsellan dugar vel á sumrin og fram eftir því, vatn sækjum við upp í fjall en verður stundum vatnslaust þegar gott veður er en þá erum við með stóran brúsa á kerru sem við sækjum vatn á, ekki drykkjarvatn samt.  Á sumrin er vatnið heitt úr fjallinu eftir að hafa runnið í gegnum svarta slöngu sem liggur ofanjarðar.  Eins er gashitari í hjólhýsinu og fínt að taka sér snögga sturtu þar, förum bara sjaldnar í sturtu. 

 Förum svo bara til mömmu og kúkum ha ha ha nei djók.  Erum búin að útbúa okkur aðstöðu og setja upp klósett og setja upp rotþró, frekar einfalt að útbúa þannig, ferðaklósettið í hjólhýsinu er svo nýtt líka og losað í rotþrónna.  Sturtu förum við bara í hjá mömmu ef við þurfum stærri þrif á okkur og sækjum allt vatn þangað.  

Langar svo að fara núna einhverja helgina og vera, erum með litla rafstöð líka sem við getum notað en hjólhýsið er hitað upp með gasi og hægt að hita vatn og nota ferðaklósettið.  Skelli mér bara um helgina,  nú er búið að kveikja upp í útilegufýlingnum.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

GoGoYubari | 3.1.2012 14:10:25 | 0

Ég man ekki eftir rafmagnsleysi en það síðasta sem ég man var að pabbi átti svona rafstöð eða hvað sem það heitir, sem er fullt af hávaði í en það útvegar manni smá rafmagn. Vatnið sóttum við í læk og fylltum á 5L brúsa, svo vorum við held ég bara með gashellur (minnið á mér man bara eftir svona týbískum bláum prímus). Það var alltaf bara tekið með sér fullt af nesti og maturinn geymdur undir bústaðnum eða inn í geymslu þegar hún kom. Við höfðum lengi vel ekkert klósett en notuðumst við ferðaklósett eða bara náttúruna ef svo bar undir. Olíuofnar til að kynda. Fórum í sund á hverjum degi (sennilega mest til þess að við krakkarnir fengum eitthvað skemmtilegt að gera í lok dags því fullorðna fólkið var yfirleitt að brasa allan daginn og svo auðvitað til að þrýfa okkur)

Ég var bara krakki á þessum tíma og hafði ekkert á móti þessu, en í dag er full rafmagn, þvottavél, eldavél, heitapottur, ísskápar, sturta os.frv. Ég væri lítið spennt fyrir þessari upplifun í dag, nema þá kannski tímabundið eins og þetta var hjá okkur. 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Mommsí | 3.1.2012 14:33:53 | 0

Stórfjölskyldan á hús í eyðifirði sem inniheldur engan lúxus. Við viljum meina að það séu huggulegustu stundirnar á árinu  um hver áramót þegar við gerum upp árið á gamlárskvöld. Það er líka hressandi tilhugsun að kunna að redda sér ef við af einhverjum ástæðum misstum aðgang að nútíma þægindum.

Kúka og pissustandið venst ótrúlega vel og sennilega er enginn með sama háttinn á en það verða að vera reglur við þessar aðgerðir ;)
Við förum ekki í sturtu svo dögum skiptir ef því er að skipta en hitum okkur vatn reglulega og þvoum á okkur hárið og svona.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

fór | 3.1.2012 15:49:04 | 1

Ég flissa pínu núna, bjó á svæði þar sem rennandi vatn var alls ekki sjálfsagt og rafmagn eiginlega ekki heldur. Sko...

Þú færð þér gashellur. Þú verður þér úti um sem hagkvæmastar útilegulugtir og kaupir kerti í heildsölu. Þú grefur fyrir kamri, notar kalk til að henda ofan á kúkinn til að koma í veg fyrir flugnager. Ef það er einhver lækjarspræna nálægt þá leiðirðu vatn úr henni. Þú safnar regnvatni í gegnum rennuna og leiðir í dúnk. Þegar þið farið í bústaðinn farið þið með neysluvatnsdunk með ykkur og væntanlega getið þið fengið að fylla hann eða fundið læk einhversstaðar nálægt ef á þarf að halda.

Ef staðurinn er ætlaðu til frambúðar þá er spurning um að spá í nokkrum sólarpanelum. Raftæki sem þið gætuð viljað hafa með er hægt að hlaða með blýbatteríi, þau eru alls ekki dýr þó svo þau séu hlunkar og þú hleður þau bara heima áður en haldið er í ferðina. Verðið ykkur út um bílkveikjarahleðslugræjur fyrir sem flest smátæki.

Þetta er alls ekki jafn mikið má og mörgum finnst og eiginlega bara soldið rómó þegar maður venst því. Og fær mann til að kunna að meta lífsgæðin sín mun betur. :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá