Húsnæðismál. Kaupleiga eða yfirtaka á lánum

Irony | 27.5.2012 13:06:22 | 0

Ég er alveg græn í þessum málum.

Er á leigumarkaðnum eins og er. Samningurinn rennur út eftir 2 mánuði og ég er að leita að íbúð. Leiguverðið er orðið fáránlegt í því póstnúmeri sem ég bý í og ég er ekki viss um að mér takist að finna eitthvað sem hentar.

Hvernig virkar kaupleiga á íbúðum? Eru einhver fyrirtæki sem sjá um svoleiðis eða er þetta eitthvað sem fer fram í gegnum bankann?

Og eins með að "kaupa" íbúð með yfirtöku á lánum, hvernig virkar það? og hvar finn ég þannig íbúðir?

Já ég veit, ég er alveg græn :/

Helgenberger | 27.5.2012 13:09:57 | 1

held það sé ekki til nein kaupleiga á íbúðum í Reykjavík.
með yfirtöku þá finnur  þú íbúð sem er með miklu áhvílandi, gerir tilboð og ferð í greiðslumat

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Hedwig | 27.5.2012 14:24:09 | 0

Með yfirtöku þá finnuru bara íbúð sem er með mikið áhvílandi :), það er oftast tekið fram hvað er mikið áhvílandi á íbúðum á t.d mbl.is fasteignavefnum og svoleiðis en stundum þarf að spyrja að því sérstaklega þar sem það er ekki tekið fram. Síðan ferðu í greiðslumat fyrir láninu og svona :).  

Hef verið að skoða þetta mikið undanfarið og það eru frekar fáar íbúðir sem eru með hreina yfirtöku á lánum, oftast þarf maður að redda einhverjum milljónum. En það er alveg hægt að finna einhverjar íbúðir með hreina yfirtöku :). Ég var bara svo pikkí á íbúðir að þær sem voru oft með hreina yfirtöku fannst mér ekki spes :P. En fann svo eina sem var með hátt áhvílandi lán og mér leyst á sem ég ætla að taka yfir og borga svo sirka 2 milljónir á milli. 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Irony | 27.5.2012 19:22:24 | 0

Takk fyrir þetta :) 

Til hamingju með þína!

Við eigum alveg ofboðslega lítið til að borga út svo ég veit ekki hvort þetta gengur :/

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Alfa78 | 27.5.2012 19:23:47 | 0

Þið verðið alltaf að eiga í það minnsta 10%.
Við tókum yfir 100% láni en þurftum samt að borga 2 mill

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

tepokinn | 27.5.2012 19:54:21 | 1

Íbúðalánasjóður krefst þess ekki að það sé greitt 10% inn á lánið, bara bankarnir.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Alfa78 | 27.5.2012 20:16:01 | 0

en þarf ekki fólk alltaf að greiða eitthvað? Koma vel út úr greiðslumati?

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

afþví | 27.5.2012 21:07:01 | 1

Nei það er hægt að taka yfir lán 100%. En yfirleitt þarf að  borga kostnaðinn hjá fasteignasölunni í staðinn... en svo eru náttúrulega alltaf þinglýsingargjöld og slíkt.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Sumar77 | 27.5.2012 20:49:59 | 0

Ég hef heyrt að Arion krefjist ekki 10% ef greiðslumat er gott.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

afþví | 27.5.2012 20:10:21 | 0

Ef þú tekur yfir á hreinni yfirtöku þá er það oft "yfirtaka + kostnaður" kostnaður er oft uppundir milljón svo þú þarft alltaf að eiga það. 

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

mugg | 27.5.2012 22:29:52 | 0

Prófaðu að tala við þinn viðskiptabanka um að fá að kaupa íbúð á 100 % lánum það er ennþá hægt að fá svoleiðis lán, ég veit um þrjú tilfelli sem keyptu íbúð nýlega en áttu ekki krónu en með góða greiðslugetu

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Irony | 27.5.2012 22:46:25 | 0

Já, við erum einmitt með ágæta greiðslugetu. Finnst bara skítt ef maður þarf að fara að borga 160þús í leigu fyrir 3 herb íbúð án hita og rafmagns, þá er skárra að þetta fari uppí eitthvað.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá